Barnadagskrá í sól og blíðu í Herjólfsdal

4.Ágúst'07 | 16:02

Þjóðhátíð

Í dag klukkan 14:30 hófst vönduð barnadagskrá í Herjólfsdal. Brúðubílinn varð með sýningu fyrir börnin, leikfélagið var með skemmtiatriði og hljómsveitin Dans á rósum spilaði á barnaballi á tjarnarsviðinu. Klukkan 16:30 verða DJ-ar að spila á brekkusviðinu.

Veðrið leikur við þjóðhátíðargesti í dag, sól og 15 stiga hiti. Vel hefur genið að koma þjóðhátíðargestum til eyja og er Flugfélag Vestmannaeyja og Flugfélagið Vængir að ferja fólk yfir frá Bakka. Flugfélag Íslands er með tvær vélar í dag og Herjólfur fer tvær ferðir í dag.

Í kvöld er svo kvöldskemmtun á brekkusviðinu, Stefán Hilmarsson, Lay Low og Hreimur og Vignir Snær, í nótt munu svo Í svörtum fötum og Á móti sól spila á brekkusviðinu og Dans á rósum og Hálft í hvoru spila á tjarnarsviðinu. Á miðnætti verður glæsileg flugeldasýning í umsjá Björgunarfélags Vestmannaeyja.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.