Stuðmenn fóru með björgunarbátnum Þór

2.Ágúst'07 | 01:54

Einar Örn Í svörtum fötum

Einar Örn Jónsson tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Í Svörtum Fötum er að koma á sína áttundu þjóðhátíð en hann hefur spilað á fimm þjóðhátíðum og verið sem almennur þjóðhátíðargestur á tveimur. Eyjar.net sendu Einari nokkrar spurningar varðandi hans hlið á þjóðhátíðinni.

Afhverju þjóðhátíð í eyjum? Einstök hátíð á einstökum stað, auk þess sem það er alltaf gaman að koma í Hólagötuna.

Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir...

Flugeldasýningin: Hálsrígur
Hvítu tjöldin: Lundi hjá Páley og Adda
Þoka og ófært með flugi: Plan B
Árni Johnsen: G-C-D

Hvað er það við þjóðhátíðina sem gerir hana að góðri útihátíð: Umhverfið og góðglaðir Íslendingar

Saga frá þjóðhátíðinni: Það getur oft verið stress að komast til Eyja. Í fyrra áttum við að mæta á svið á laugardagskvöldinu. Við vorum búnir að bíða eftir að hægt væri að fljúga allan daginn. Stuðmenn voru í sömu sporum nema þeir voru í Eyjum og þurftu að komast upp á land. Um fimm leytið fáum við símtal frá Þjóðhátíðarnefnd um að Stuðmenn séu að leggja af stað með björgunarskipinu Þór og nú þurfum við að drífa okkur til Þorlákshafnar til að taka skipið til baka. Þegar við erum rétt lagðir af stað til Þorlákshafnar kemur annað símtal og okkur tilkynnt að það sé heiður himinn í Eyjum. Við snúum við og eigum þetta fína flug til Eyja á meðan Stuðmannagreyin sigldu út innsiglinguna í Eyjum með flugvélagnýinn yfir sér. Þarna var lukkan með okkur og vonandi verður svo áfram í ár.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%