Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd

2.Ágúst'07 | 00:53

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum.

Árni Johnsen segir í viðtali í Þjóðhátíðarblaðinu, sem kom út í dag, að hann sé ósáttur við hvernig staðið var að skiptum á kynni Þjóðhátíðar í fyrra. Hann hafði þá gegnt starfinu í þrjátíu ár.
Árni segir það broslegt þegar sér hafi verið tilkynnt það á skyndifundi í Herjólfsdal af Páli Scheving í Þjóðhátíðarnefnd, að tveir af þremur nefndarmönnum vildu að hann hætti sem kynnir hátíðarinnar.

Árni segist hafa spurt Pál að því hvort það væri pólitík í þessu. Páll hafi byrst sig ógurlega og sagt að ef Árni talaði svona til hans fengi hann ekkert að vera á Þjóðhátíð. Árni segist hafa fengið þarna svar við spurningu sinni.

Í yfirlýsingu sem Þjóðhátíðarnefnd sendi Stöð 2 í dag eru ummæli Árna kölluð leirburður, og sögð vera bæði ósönn og ærumeiðandi. Páll hafi ekki svarað með þeim hætti sem Árni lýsir, hann hafi þess í stað sagt spurninguna ósanngjarna, þar sem Þjóðhátíðarnefnd blandi ekki pólitík við sín störf.

Í yfirlýsingunni ítrekar Þjóðhátíðarnefnd ástæðu þess að Árna var gert að hætta sem kynnir. Það hafi verið í kjölfar þess að Árni hafi slegið söngvarann Hreim Heimisson á Brekkusviðinu árið 2005. Nefndin segir að öll vitni að atburðinum hafi verið sammála um að Árni hafi slegið Hreim. Í framhaldi segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar:

„Þessi atburðarás varð til þess að Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun einróma að skipta um kynni. Það skal tekið fram að þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið sem Árni missir stjórn á sér á Brekkusviðinu og sýnir af sér dómgreindarskort."

Þjóðhátíðarnefnd segir að ummæli Árna í Þjóðhátíðarblaðinu séu aumkunarvert yfirklór, sem nefndin kjósi að skoða sem tæknileg mistök. Í niðurlagi yfirlýsingarinnar segir:

„Nefndin treysti sér einfaldlega ekki lengur til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á Brekkusviðinu. Það er lykilatriði í málinu. Lái okkur hver sem er."

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).