Nýir eigendur www.eyjar.net

1.Ágúst'07 | 09:10

bærinn

24seven ehf hefur keypt www.eyjar.net. Tilgangur kaupanna er að lyfta síðunni á hærra plan og auka enn frekar á vinsældir hennar með ýmsum breytingum.  Þeim verður flestum lokið um miðjan september.

Markmið okkar er að fara nýjar leiðir og reyna að útbúa vef sem Eyjamenn nær og fjær geti notað sér til ánægju og yndisauka á hverjum degi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samtöðu og fyrir að hafa skoðanir á hlutunum og þann kraft viljum við virkja. Nú þegar höfum við sett upp spjallborð þar sem við gefum Eyjamönnum og þeim sem bera hag Vestmannaeyja fyrir brjósti að ræða málefni líðandi stundar. Við viljum samt undirstrika að persónulegt skítkast og önnur almenn leiðindi verða ekki liðin á þessu spjallborði og biðjum fólk um að halda umræðum á uppbyggilegu nótunum.
 
Þeir sem standa að 24seven ehf eru Kjartan „Vídó" Ólafsson & Sæþór Orri Guðjónsson.
 
Fólki sem vildi senda inn fréttir/efni eða hugmyndir um það sem gæti verið á síðunni er bent á að senda það á vido@24sevenehf.com

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.