Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor?

31.Júlí'07 | 16:10
Í gangi er könnun á hagkvæmni þess að setja á stofn bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum. Verði niðurstaðan jákvæð er stefnt að því að hefja starfsemi næsta vor og er gert ráð fyrir sex til átta störfum við verksmiðjuna, frá þessu er greint á sunnlenska fréttavefnum sudurland.is.
Það er fyrirtækið 2B-Company á Selfossi sem þarna á hlut að máli en annar eigandi þess er Eyjamaðurinn Björgvin Rúnarsson. „Þetta er á frumstigi hjá okkur," sagði Björgvin. „Við erum að skoða þennan möguleika og láta reikna út hvort hagkvæmt sé að setja upp bjórverksmiðju í Eyjum. Við erum með fjársterka aðila á bak við okkur sem ég get ekki upplýst strax hverjir eru. Okkur er full alvara og Vestmannaeyjar eru eini staðurinn sem kemur til greina hjá okkur. Þetta gæti skapað sex til átta störf og gangi allt upp byrjum við í vor og stefnum á að framleiða 1,5 milljón lítra á ári til að byrja með," sagði Björgvin í samtali við sudurland.is.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.