Af hverju ekki lundasalat?

31.Júlí'07 | 16:20
Hljómsveitin XXX Rottweiler koma fram á Brekkusviðinu á Þjóðhátíð í eyjum á föstudagskvöldið næstkomandi. Hljómsveitin er þekkt fyrir sterkar skoðanir og mönnum og málefni og koma þær skoðanir fyrir í textum þeirra. Eyjar.net hafði samband við Þorstein Lár eða MegaLár eins og hann er kallaður.

MegaLár er að koma á sínu þriðju Þjóðhátíð sem tónlistarmaður en aldrei hefur hann komið sem gestur á hátíðina. MegaLár segir stemningin sé svipuð og að fara til útlanda og er hann hræddur um að Þjóðhátíðin deyji ef að það koma göng.
Þegar eyjar.net báðu MegaLár að segja hvað kæmi fyrst upp í hugann þegar eftirfarandi orð voru sögð voru svörin eftirfarandi:

- Flugeldasýningin: Vulcan risa tertur , Signal, Tívolíbombur, Royal, Þýsku Weco risaraketturnar bara basic !

- Hvítu tjöldin: Lundasallat, það er ný afurð sem ég hef velt fyrir mér í eitt ár eða síðan þjóðhátíð 2006. skil ekki af hverju menn tappa þessu ekki á dósir í salat formi!


- Árni Johnsen : flottur strákur!

MegLár segir að veðrið sé það sem geri þjóðhátíðina að góðri útihátíð og einnig er lykilatriði að leyfa XXX Rotweiler að klára prógrammið sitt.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.