Landakirkja minnir á kraftmikið barna- og æskulýðsstarf

19.febrúar'19 | 13:10

Alla miðvikudaga út apríl býður Landakirkja upp á öflugt og kraftmikið barnastarf með krakkaklúbbunum 1T2 (1. og 2. bekkur), 3T4 (3. og 4. bekkur) og TTT (5.-7. bekkur).

Forsala á Þjóðhátíð hefst á morgun

19.febrúar'19 | 11:53

Forsala Þjóðhátíðar 2019 hefst á morgun, miðvikudag. Á morgun verður einnig tilkynnt um fyrstu listamennina sem stíga munu á stokk á Þjóðhátíð. Miðasala á Þjóðhátíð er eftir sem áður á heimasíðu hátíðarinnar - dalurinn.is.

Ási á bekkinn vegna aðgerðar

19.febrúar'19 | 10:59

Í gær var tilkynnt um að Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi tekið sæti á Alþingi. Er hún að leysa Ásmund Friðriksson af sem þurfti að leita sér lækninga.

Stormur í kvöld og nótt

19.febrúar'19 | 10:44

Vaxandi austan- og suðaustanátt í dag, 18-25 m/s seint í kvöld, hvassast syðst og snarpar hviður þar. Fer að rigna seint í kvöld, en slydda eða snjókoma á heiðavegum fram á nóttina. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig í nótt. Lægir í fyrramálið, suðlæg átt 3-8 eftir hádegi á morgun og úrkomulítið.