Telur að það hafi lítil áhrif að þrengja Landeyjahöfn

20.apríl'18 | 06:46

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra ræddi við Eyjar.net um samgögur á milli lands og Eyja. Eitt af hans fyrstu verkum var að lækka gjaldskrána þegar siglt er í Þorlákshöfn. Mikið réttlætismál sem búið er að berjst fyrir lengi en varð loks að veruleika þegar hann kom í ráðuneytið.

Tónleikar í tilefni af 40 ára afmæli

20.apríl'18 | 05:40

Skólalúðrasveitin verður með tónleika í Hvítasunnukirkjunni næstkomandi laugardag, 21.apríl kl.17:30. Í tilefni af 40 ára afmæli sveitarinnar sem var 22.febrúar síðastliðinn.

Lundinn sestur upp

19.apríl'18 | 22:32

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag, á sumardaginn fyrsta. Talsvert af fugli sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall nú í kvöld. Í Vestmannaeyjum er lundinn ekki síður vorboðinn ljúfi en lóan.

Herjólfur til Landeyjahafnar

19.apríl'18 | 21:36

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar samkvæmt vetraráætlun þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum sem send var út nú í kvöld. Sem kunnugt er hefur Herjólfur siglt síðustu daga til Þorlákshafnar sökum hárrar öldu við Landeyjahöfn.