Vegagerðin fer þess á leit við Eimskip að fyrirtækið reki núverandi Herjólf út mars

25.september'18 | 16:33

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hefur Vegagerðin farið þess á leit við Eimskip að fyrirtækið annist rekstur núverandi Herjólfs út mars á næsta ári.

Þyrluflug og bílaumferð á Stórhöfða geta spillt mengunarrannsóknum

25.september'18 | 14:37

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. 

Ian Jeffs hættur með kvennalið ÍBV

24.september'18 | 19:40

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld. Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann. 

Herjólfur til Þorlákshafnar í dag og á morgun

24.september'18 | 13:43

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag, mánudag. Brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:15. Þá hefur einnig verið gefið út að ferjan sigli til Þorlákshafnar á morgun, þriðjudag.