Stefnt að prufukeyrslu í október

26.september'18 | 07:33

„Þetta mjakast áfram. Verið er að klæða húsið að utan með flísum, unnið er við rafmagn, loftræstingu, gólfefni og málun innanhúss. Varðandi vélbúnaðinn, þá er búið að tengja vélarnar við hitaveituna og sjólagnir. Unnið við háspennutengingar, 400 V tengingar og aðrar stýringar.”

Landeyjahöfn orðin fær á ný

26.september'18 | 07:06

Eftir ófærð í einn og hálfan dag er aldan nú gengin niður við Landeyjahöfn. Herjólfur getur því siglt þangað og fer fyrstu ferð dagsins klukkan 8.30 frá Vestmannaeyjum.

Lundasumarið 2018

25.september'18 | 22:09

Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið.

Jón Óli hættir sem aðstoðarþjálfari ÍBV

25.september'18 | 20:10

Jón Ólafur Daníelsson mun hætta sem aðstoðarþjálfari ÍBV eftir tímabilið í Pepsi-deild karla. Jón Ólafur og Andri Ólafsson hafa verið aðstoðarþjálfarar Kristjáns Guðmundssonar þjálfara ÍBV á þessu tímabili.