VÍS lokar útibúi sínu í Eyjum

20.september'18 | 13:04

Tryggingafélagið VÍS mun um næstu mánaðarmót loka útibúi sínu hér í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá VÍS segir að félagið hafi í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja þjónustu sína.

Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna

20.september'18 | 09:01

Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. 

Óvissa með baðlónin í nýja hrauninu

20.september'18 | 08:31

Samkomulag um samstarf um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðar gerð baðlóns heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í lok maí mánaðar. Síðan þá hefur engar fréttir borist af verkefninu. 

Pysjurnar að nálgast 5500

20.september'18 | 06:33

Nú eru komnar 5435 pysjur í pysjueftirlit Sæheima, þar af komu 88 pysjur í gær í vigtun, segir í færslu á facebook-síðu Sæheima.