86 barnaverndarmál til vinnslu í fyrra

23.febrúar'18 | 09:50

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs lágu fyrir upplýsingar frá yfirfélagsráðgjafa um fjölda barnaverndarmála árið 2017. Alls komu 86 mál til vinnslu árið 2017 og var 60 af þeim málum lokað á árinu. 

Ekki hægt að skipa tvo skólastjóra yfir GRV

22.febrúar'18 | 20:36

Á fundi fræðsluráðs var lögð fram niðurstaða samráðshóps sem skipaður var af fræðsluráði þann 15. janúar sl. En samráðshópur fræðsluskrifstofu, Kennarafélags Vestmannaeyja og skólaráð hefur skoðað kosti og galla þess að hafa einn skólastjóra eða tvo yfir GRV.

Búið að frysta um 1500 tonn

22.febrúar'18 | 07:49

Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa verið fryst 1.500 tonn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs, segir fyrirtækið hafa haldið að sér höndum við veiðarnar þar til séð var fram á að hægt yrði að frysta loðnuna og gera meiri verðmæti úr henni.

Eyjamenn mæta Valsmönnum á heimavelli í kvöld

22.febrúar'18 | 05:54

Í kvöld fá Eyjamenn lið Vals í heimsókn í Olísdeild karla. Eyjamenn nýkomnir heim eftir góða ferð til Ísrael þar sem þeir tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um leiki ÍBV og Vals í gegnum tíðina, það eru alltaf hörku leikir.