Fyrstu tölur: Meirihlutinn heldur

26.maí'18 | 22:20

Þegar talin hafa verið 1677 atkvæði í Vestmannaeyjum hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 754 atkvæði, Eyjalistinn hefur fengið 341 atkvæði og Fyrir Heimaey hefur fengið 558 atkvæði. 

Kjörsókn með mesta móti

26.maí'18 | 19:47

Kjörsókn er með því mesta sem við höfum séð, segir Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar í Vestmannaeyjum. „Klukkan fimm í dag höfðu um 70 prósent kjósenda á kjörskrá kosið og þá teljum við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna með sem er sú mesta sem hefur verið hér frá því við munum eftir.“

Hlynur setur Íslandsmet í 3000m hindrun

26.maí'18 | 19:34

Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann setti rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi  á austur-úrtökumótinu fyrir NCAA meistaramót bandarískra háskóla. kappinn kom í mark á tímanum 8:44.11 mín.  

Kjörsókn að glæðast

26.maí'18 | 16:28

Klukkan 16.00 í dag höfðu 37,6% kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar. Er það ívið meiri kjörsókn en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum síðan. Þá höfðu 1145 manns kosið (36,1%) á móti 1189 nú.