Ásmundur Friðriksson skrifar:

Kostnaðurinn vegna hælisleitenda

14.október'17 | 11:16

Hælisleitendum sem koma til Íslands hefur fjölgað gríðarlega og ef ítrustu spár ganga eftir gætu þeir orðið allt að 2.000 á þessu ári. Sú fjölgun kemur í kjölfar ákvörðunar Alþingis um að taka hagsmuni einstaklinga fram yfir hagsmuni heildarinnar. 

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Vel skreytta sykurmassakakan....... Eru allir að fá sneið?????

10.október'17 | 14:39

Við göngum til kosninga (eina andskotans ferðina enn) eftir 17 daga. Loforðin vella upp úr stjórnmálamönnum og þeir keppast við að fegra sig, yfirleitt á kostnað einhverra annarra, sem mér persónulega finnst alltaf vera merki um lélegan karakter en það getur vel  verið að flestum finnist hið gagnstæða.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Við lækkum verðlag, skatta og gjöld. Við hækkum laun og kaupmátt

5.október'17 | 06:59

Ég er vanur því að hlutirnir gangi  í kringum mig, en þegar ég settist á þing vorið 2013 fannst mér allir hlutir ganga hægt fyrir sig.  Smátt og smátt lærðist taktur þingsins og nú þegar ég lít til baka er ánægjulegt að hafa verið þátttakandi í mörgum góðum verkum. Ánægjulegast er að sjá hvernig raunverulegur ávinningur hefur verið í aukinni velferð og bættum kjörum fólks.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundasumarið 2017

24.september'17 | 21:18

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið að venju. Mjög skrýtið lundasumar, en mikið af lunda kom hingað í vor en í júní og stærsta hluta júlí sást varla nokkur lundi í Eyjum. En að sjálfsögðu mætti lundinn tímanlega fyrir Þjóðhátíð og framhaldið þekkjum við 5000 bæjarpysjur komnar amk. enda þekkjum við það að ekki nenna allir að fara með í vigtun. 

Georg Arnarson skrifar:

Landeyjahöfn staðan í dag

18.september'17 | 22:23

Það er ansi mikið búið að ganga á í sumar, en ég ætla að byrja á því að fjalla aðeins um fundina 2 sem haldnir voru í maí og nota um leið tækifærið til þess að þakka þeim fyrir sem komið höfðu að því að koma þessum fundum á, enda hafði ég ítrekað óskað eftir því að farið yrði yfir málin.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Til hamingju - Þú ert að verða mamma......

8.september'17 | 16:26

Að vera mamma er erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið.  En að vera mamma er líka skemmtilegasta, mest gefandi og frábærasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég var bara 19 ára þegar hlutverkið varð mitt og hef ég elskað það frá upphafi. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Fiskveiðiárið 2016/17

4.september'17 | 09:30

Þann fyrsta september byrjaði nýtt fiskveiðiár og því rétt að skoða það sem var að enda, mjög skrítið fiskveiðiár að baki, með löngu verkfalli sem að sögn sjómanna skilaði engu.