Afmælissýningaröð 2. sýning:

Sýningin "Konur á Listasafni Vestmannaeyja" er nú opin í Einarsstofu

12.mars'19 | 05:55

Sýningin "Konur á Listasafni Vestmannaeyja" er nú opin í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýningin er hluti af afmælissýningaröð í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar.

Málþingið á myndböndum

19.febrúar'19 | 06:52

Á sunnudaginn sl. var málþing undir yfirskriftinni „Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir”. Var þetta liður í afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. Tæplega hundrað manns mættu á málþingið sem haldið var í Kviku.

Málþingið í beinni

17.febrúar'19 | 14:15

Í dag er opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.

Málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár

16.febrúar'19 | 06:04

Á morgun, sunnudag verður opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.

Myndir

Húsfyllir á bæjarstjórnarfundi unga fólksins

15.febrúar'19 | 13:15

Í hádeginu í dag efndi unga fólkið í Vestmannaeyjum til bæjarstjórnarfundar. Fundurinn fór fram í Kviku - menningarhúsi og mætti á annað hundrað manns til að hlýða á kröfur unga fólksins. Fundurinn er liður í dagskrá afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins í beinni

15.febrúar'19 | 10:30

Í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja munu nemendur elstu bekkinga skólans efna til bæjarstjórarfundar á sviðinu í aðalsal Kviku. Skipulag fundarins verður með sama hætti og á hefðbundinum bæjarstjórnarfundi. 

Hátíðarfundur bæjarstjórnar vel sóttur

15.febrúar'19 | 09:09

Í gær var haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn. Um áttatíu bæjarbúar mættu á fundinn þar sem samþykkt var hátíðarbókun auk þess sem farið var stuttlega yfir sögu bæjarfélagsins síðustu öldina.