Merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna

20.maí'19 | 13:36

Á föstudaginn sl. opnuðu Sagnheimar nýja sýningu á jarðhæð Þekkingarsetursins, Ægisgötu 2. Þar hefur sexæringnum Farsæli, byggður 1872, verið komið fyrir sem minnisvarða árabátanna ásamt sögu hans og mynd af gamla Skipasandinum frá 1907.

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag:

Síðasti bærinn í dalnum

12.maí'19 | 08:27

Kvikmyndahátíð verður á þjóðlegu nótunum í dag, sunnudag. Þá verður sýnd Síðasti bærinn í dalnum, fyrsta íslenska leikna kvikmyndin frá 1950. Myndin er byggð á samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og kennara í Vestmannaeyjum. 

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag:

Pysjuævintýrið og Verstöðin Ísland sýndar í dag

11.maí'19 | 07:02

Í dag verða sýndar tvær myndir á Kvikmyndahátíðinni af tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Pysjuævintýrið er stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000. Hin myndin er Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg.

Kvikmyndahátíð Vestmannaeyjabæjar:

Kvikmyndin Eden frumsýnd í dag

10.maí'19 | 05:42

Í dag býður Vestmannaeyjabær upp á frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd, Eden sem kynnt er sem villt blanda af spennu og kómík. Hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. 

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag:

Tyrkjaránið, heimildamynd frá árinu 2002

9.maí'19 | 05:21

Á öðrum degi kvikmyndahátíðar, fimmtudaginum 9. maí er leitað enn aftar í tímann en í gær. Nú er leitað aftur til ársins 1627 þegar sýnd verður heimildarmynd um Tyrkjaránið. Myndin er um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Vestmannaeyja og landsins alls. 

100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar:

Kvikmyndahátíðin hefst í dag

8.maí'19 | 05:22

Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana áttunda til tólfta maí nk. Hátíðin verður sett með móttöku í Kviku kl. 17.OO  í dag, miðvikudag og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. 

Guðný Helga opnar sýninguna „Inni að lita-leikur með liti”

7.maí'19 | 05:40

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27.