Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Hlutverk fjölmiðla

21.september'18 | 09:33

Friðrik Páll Arngrímsson, slökkviliðsstjóri fór yfir í löngu máli í gær hvað honum finnst um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar. Í máli hans kom fram að honum þótti þær myndir sem Vestmannaeyjabær hafði látið vinna til að kjörnir fulltrúar áttuðu sig betur á hvernig húsið félli að umhverfinu, ekki nógu góðar. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Sumarfrí 2018

3.september'18 | 22:35

Fór í sumarfrí 27. júlí og mætti aftur til vinnu 27. ágúst. Tók því nákvæmlega mánaðar frí, sem er sennilega lengsta frí sem ég hef tekið. Sumarfríið mitt byrjaði með ferð norður í perlu norðursins, Grímsey, en það er alltaf jafn gaman að koma þangað og þessi tilfinning sem ég fæ alltaf þegar ég er kominn um borð í Herjólf að nú sé ég í raun og veru kominn heim.

Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Baráttan getur orðið þreytt......

29.Ágúst'18 | 19:34

Ég átti langt og gott spjall við góðan vin minn um daginn. Við vorum að ræða samfélagið sem við búum í, kosti þess og galla. Eins og gjarnan vill vera vorum við alls ekki alltaf sammála og allavega tvisvar var ég næstum því búin að labba frá þessum samræðum því skoðanir hans fóru svo hrikalega í taugarnar á mér. Já ég veit að ég er 39 ára og já ég  veit að ég á að bera virðingu fyrir skoðunum annarra en þarna bara talaði frekjan í mér.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Minning: Einar Óskarsson

23.Ágúst'18 | 08:45

Einar í Stakkholti er látinn og það er sárt að horfa á eftir miklum hæfileikum og lífsgleði með ótímabærum dauða. Einar ólst upp í nærveru við ær og kýr á mörgum heimilinum við Vestmannabraut og sem barn var hann við bústörf hjá afa og ömmu á Arnarhóli, sem hann nefndi síðar heimili sitt í Kollafirði. 

Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Nú er dauðafæri

16.júlí'18 | 06:42

Í haust er gert ráð fyrir að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins og fari í kjölfarið að þjónusta okkur Eyjamenn og þá gesti sem sækja okkur heim.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Minning: Sirrý í Gíslholti

14.júlí'18 | 13:15

Þegar sólin stígur upp yfir jökulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundaveiði veður

12.júlí'18 | 22:43

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem svo að þetta sé ekki ósvipað og hjá sjómönnum, flestir muna met túrana og mikið fiskirí, en menn eru fljótir að gleyma lélegu túrunum og verstu brælunum.