Georg Eiður Arnarson skrifar:

Vertíðin 2017

23.júní'17 | 14:16

Ótrúlega sérstök vertíðin 2017 fyrir marga staði. Fyrst þetta langa verkfall sem stóð frá því um miðjan des. 2016 til um miðjan febr. 2017, en að sögn flestra sjómanna sem ég hef rætt þetta við, þá skilaði þetta nákvæmlega engu. 

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Stóra planið......

13.júní'17 | 12:30

Ég hef alltaf verið alveg sérstaklega léleg í því að lifa lífinu eftir einhverjum reglum og skipulagi. Plön eru eitthvað sem henta mér alveg einstaklega illa og Guð hjálpi mér ef ég þarf að skipuleggja mig eitthvað fram í tímann. Það er aðeins þrennt sem ég geng að vísu í mínu lífi og það eru jólin, Goslokin og Þjóðhátíð, allt þar á milli er óskrifað blað.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Til lífs og til gleði

2.júní'17 | 12:10

Ég las þessi orð í minningargrein sem skrifuð var um eina mína helstu fyrirmynd, Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund, baráttukonu og töffara. Þessi orð hafa setið í mér síðan ég las þau, þetta eru einfaldlega fallegustu orð sem ég hef lesið.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Vinnan mín/lífið mitt

23.maí'17 | 10:24

Ég hef oft sagt að eitt af mínum helstu gæfusporum í lífinu er að hafa drifið mig í nám og lært að verða leikskólakennari. Ég ætlaði aldrei að verða kennari, aldrei, rebbellinn sem ég er, ætlaði sko ekki að vinna við það sama og mamma, pabbi og Erla systir. 

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Tilfinningalegt harðlífi

25.apríl'17 | 14:58

Að vera tilfinningarússíbani er ekkert auðvelt skal ég segja ykkur. Ég er svo vandræðalega hrifnæm að ég skammast mín næstum því fyrir það, samt bara næstum því. Það eru ótrúlegustu hlutir sem hreyfa við mér og ég hef farið að gráta við hin ýmsu tækifæri án þess að nokkur annar sé að gráta. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Gleðilegt sumar

17.apríl'17 | 14:36

Að venju hefst sumarið hjá mér þegar lundinn sest upp og hann settist upp í gærkvöldi 16. apríl, sem er á þessum hefðbundna tíma. Kannski ekki beint sumarlegt veður í dag, en svona er nú einu sinni vorið okkar.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Heil og sæl kæru Alþingismenn

21.mars'17 | 13:59

Heil og sæl kæru Alþingismenn. Mig langar að segja ykkur söguna hennar Emmu Rakelar. Kannski nennið þið ekkert að lesa hana en ég ætla samt að biðja ykkur að taka nokkrar mínútur af annasömum degi til að lesa hana.