Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Nú er dauðafæri

16.júlí'18 | 06:42

Í haust er gert ráð fyrir að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins og fari í kjölfarið að þjónusta okkur Eyjamenn og þá gesti sem sækja okkur heim.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Minning: Sirrý í Gíslholti

14.júlí'18 | 13:15

Þegar sólin stígur upp yfir jökulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundaveiði veður

12.júlí'18 | 22:43

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem svo að þetta sé ekki ósvipað og hjá sjómönnum, flestir muna met túrana og mikið fiskirí, en menn eru fljótir að gleyma lélegu túrunum og verstu brælunum. 

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Ljósmæður, þið eruð okkur afar mikilvægar

3.júlí'18 | 18:53

Þegar ég eignaðist stelpurnar mínar, það mikilvægasta í mínu lífi, stóðu ljósmæður vaktina fyrir mig og með mér. Já ég segi ljósmæðUR því eldri Drottningin tók sér góða 20 tíma til þess að koma í heiminn og endaði sú veisla í bráðakeisara. 

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Er vilji til að gera þingið betra?

16.júní'18 | 15:52

Eftir fimm ár á þingi er ég orðinn nokkuð reyndur í þingstörfunum. Allan  tímann hef ég verið í meirihluta. Á margan hátt er það erfiðara fyrir óbreyttan þingmann að vera í þeirri stöðu. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Til hamingju með daginn sjómenn 2018

2.júní'18 | 08:23

Ótrúlega skrýtin sjómannadagshelgi hjá mér í ár, enda loksins búinn að ná að selja Blíðuna og ekki bara það, heldur Blíðukróna líka. 

Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Kosningar einu sinni enn...

24.maí'18 | 13:42

Mér hefur tvisvar sinnum verið boðið sæti á lista fyrir sveitastjórnakosningar, í bæði skiptin hér í Vestmannaeyjum.