Eitt staðfest smit í Eyjum

8.Ágúst'20 | 13:11

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú kominn í einangrun. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. 75 aðilar eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Áfram væta í kortunum

8.Ágúst'20 | 09:30

Í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir að í dag verði sunnan 3-8 m/s og dálítil væta öðru hvoru, en vestlægari fyrir hádegi. 

Tilkynning frá Íslenskri erfðagreiningu vegna skimunar í Vestmannaeyjum

7.Ágúst'20 | 18:18

Ætlunin er að skima 400 manns nk. mánudag í Eyjum frá  kl. 13:00 til 16:30.  Um slembiúrtak er að ræða til að kanna hvort að simt sé í samfélaginu. Send verða út sms skilaboð með boði um þátttöku. 

Kanna betur útbreiðsluna í Vestmannaeyjum

7.Ágúst'20 | 17:27

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði það áhyggjuefni hversu mikið tilfellum hefur fjölgað. Hann sagði jafnframt á upplýsingafundinum fyrr í dag að faraldurinn sem nú sé í gangi sé í vexti.