Ásrún les aftur á morgun upp úr Munda Lunda

16.nóvember'19 | 19:45

Ásrún Magnúsdóttir las upp úr bók sinni um Munda Lunda hjá Sea Life Trust í dag. Hafdís lundi var mjög ánægð með bókina og hafði gaman af ævintýrum Munda vinar síns.

Náttúrugripasafnið opnað á sínum gamla stað

16.nóvember'19 | 18:04

Á morgun, sunnudag kl. 13:00 í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg opnar Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sýningu á munum safnsins, fugla- og steinasafni. Hörður Baldvinsson, safnstjóri fjallar um sögu safnsins. Djúpið opnar sýninguna "Fast þeir sóttu sjóinn".

Sigurgeir og unga kynslóðin létu ljós sitt skína í Einarsstofu í morgun

16.nóvember'19 | 13:19

Í morgun hélt dagskrá Safnahelgar áfram. Dagskráin hófst á kynningu Sigurgeirs Jónssonar og Sunnu Einarsdóttur þar sem þau kynntu nýútkomna bók sína, Munaðarlausa stúlkan.

Frumsýnir geirfugl sem hann bjó til

16.nóvember'19 | 12:05

„Ég “smíðaði” þennan geirfugl úr mörgum öðrum fuglhömum.” segir Óskar Elías Sigurðsson, uppstoppari sem sýnir fuglinn á morgun við opnun Náttúrugripasafnsins. „Afsteypa af goggnum var af orginal geirfugli sem erlendur uppstoppara-vinur minn gaf mér.”