Vinnslustöðin skoðar að fara í skaðabótamál

15.september'19 | 21:23

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér hvort skaðabætur verða sóttar til ríkisins. 

Nýi Herjólfur í kröppum dansi innan hafnar

15.september'19 | 13:49

Í gær gekk mikið hvassviðri yfir sunnanvert landið. Herjólfur gamli var þá notaður til siglinga á milli lands og Eyja. Fyrst fór hann í Þorlákshöfn, náði síðan einni ferð í Landeyjahöfn um miðjan dag en fór svo aftur síðdegis í Þorlákshöfn.

Eyjamenn mæta Fram á útivelli í dag

15.september'19 | 06:29

Í dag hefst önnur umferð Olís-deildar karla. Í fyrsta leik dagsins eigast við lið Fram og ÍBV í Framhúsinu. Eyjamenn sigruðu í sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni á meðan Fram tapaði á útivelli gegn Valsmönnum.

Stelpurnar geta tryggt sæti sitt í dag

15.september'19 | 05:50

Í dag tekur ÍBV á móti liði Fylkis í Pepsí Max deild kvenna. Leikurinn í dag er síðasti heimaleikur stelpnanna, sem ekki eru alveg lausar við falldrauginn.