Ræða fjármögnun framkvæmda við Fiskiðjuhúsið

18.febrúar'17 | 14:02

Á síðasta fundi bæjarráðs lá fyrir erindi frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í tengslum við S30 fasteignafélag, þar sem óskað var eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um fjármögnun framkvæmda við húsnæði Ægisgötu 2 og endurleigu þess sem tryggja myndi hagsmuni sveitarfélagsins. 

Fundað hjá sjómönnum í dag

18.febrúar'17 | 12:03

Sjómenn í Eyjum er boðaðir til fundar í dag, laugardag kl.18:00 og verður fundað í Alþýðuhúsinu. Þar á að kynna nýgerðan kjarasamning og í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla. 

Sjómannasamningur í höfn

18.febrúar'17 | 07:52

Öll félög sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, skrifuðu undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt. Fundur þeirra hjá ríkissáttasemjara hafði staðið frá klukkan tíu í gærkvöld, en þar á undan áttu deiluaðilar fund með sjávarútvegsráðherra, hvor í sínu lagi. 

Fjárhagslega ábyrgð útgerða þurfti til

18.febrúar'17 | 07:43

„Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að fundist hafi mun meiri loðna en fyrri mælingar gáfu til kynna og að nú sé komin forsenda fyrir sómasamlegri loðnuvertíð.