Taka á móti Stjörnunni í dag

25.mars'17 | 09:22

Í dag tekur ÍBV á móti liði Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. ÍBV er í harðri keppni um að komast í úrslitakeppnina, þar sem aðeins fjögur lið komast í hana. Eins og staðan er í dag þá eru fjögur lið að berjast um að ná þriðja og fjórða sætinu og aðeins þrír leikir eftir. 

Heimaey VE veiddi mest íslenskra skipa

24.mars'17 | 15:16

Aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni er grænlenska skipið Polar Amaroq sem veiddi alls tæp 16.200 tonn. Aflanum var landað í Neskaupstað, Helguvík og á Seyðisfirði. 

ÍBV tók Íslandsmeistarana í kennslustund - myndband

24.mars'17 | 06:51

Óhætt er að segja að lið ÍBV hafi farið á kostum í gærkvöldi er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Hauka í Olís-deild karla. Eyjamenn áttu frábæran leik og gjörsigruðu lið Hauka. Lokatölur voru 40-23.

Lögmaður VSV ósáttur við dóm Hæstaréttar

24.mars'17 | 06:18

Líkt og greint var frá í gær þá staðfesti Hæstiréttur sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vinnslustöðvarinnar gegn ríkinu vegna sérstaks veiðigjalds sem lagt var á fiskveiðiárið 2012-2013. Vinnslustöðin var jafnframt dæmd til að greiða ríkinu tvær milljónir króna í málskostnað.