Óboðleg bið hjá ungum foreldrum í Eyjum

22.september'17 | 20:25

Biðin, sem flestar fjölskyldur í Vestmannaeyjum lenda í vegna fæðingar barna sinna, er bara ekki boðleg, segir nýbakaður faðir. Fjölskylda hans hefur nú verið þrjár vikur í Reykjavík og þarf svo að bíða lengur eftir að komast til baka því veðurspáin er slæm. 

Viðgerð á Herjólfi frestað

22.september'17 | 11:35

Unnið er að því að Herjólfur hefji svo fljótt sem kostur er aftur siglingar milli Vestmannaeyja og lands eftir að ljóst var að varahlutir í gír skipsins berast ekki fyrr en í fyrsta lagi undir lok september og að ekki fengist undanþága fyrir norsku ferjuna Röst til að sigla í Landeyjahöfn í október. 

Herjólfur fór bilaður og kemur jafn bilaður

22.september'17 | 11:10

Elliði Vignissons skrifar pistil á heimasíðu sína um ástandið í samgöngumálum milli lands og Eyja. Þar segir bæjarstjóri: Herjólfur er í slipp í Hafnafirði.  Búið er að taka upp gírinn.  Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins.  

Varahlutirnir töfðust og Norðmenn synjuðu undanþágu

22.september'17 | 10:47

Vegagerðin staðfesti í morgun við Eyjar.net að rétt sé að verið sé að setja aftur saman gírinn við aðra aðalvél Herjólfs án lagfæringar. Eyjar.net ræddi stöðuna sem upp er komin við Gunnlaug Grettisson, rekstarstjóra Herjólfs.