ÍBV mætir FH í dag

25.júní'17 | 09:05

Í dag tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum FH í Pepsí-deild karla. ÍBV er i níunda sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki á meðan FH er í fimmta sæti með stigi meira eftir jafn marga leiki. Það má því búast við baráttuleik á Hásteinsvelli í dag. Flatuað verður til leiks kl. 17.00.

Eyjabíó fer vel af stað

23.júní'17 | 14:40

Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum.  Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim. 

Framkvæmdir flokkunarstöðvar nokkurn veginn á áætlun

23.júní'17 | 09:59

Hafist verður handa í dag við að klæða þak nýju flokkunarstöðvarinnar við nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar við Vestmannaeyjahöfn. Rafmagnstafla af stærri gerðinni kom í hús í vikunni.

Samgöngurnar til Eyja stærsta ögrunin

23.júní'17 | 06:55

Nú er sumarvertíðin komin á fullt í ferðamannageiranum í Eyjum. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Kristínu Jóhannsdóttur, forstöðumann Eldheima um hvernig sumarið fer af stað í safninu og um hvort nýtt gosminjasafn á Hvolsvelli komi til með að hafa áhrif á Eldheima.