Herjólfur á heimleið

22.maí'17 | 17:53

„Já, Herjólfur lagði af stað úr slippnum kl 11 í morgun að íslenskum tíma. Skipið er nú á góðri siglingu á um 15,5 hn. á leið heim.” segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjureksturs hjá Eimskip, aðspurður um hvort ferjan væri lögð af stað til landsins.

Númerslausa bíla burt

22.maí'17 | 14:42

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins sem og af lóðum. Þetta hefur gengið þokkalega en alltaf skjóta ný „hræ“ upp kollinum.

Áburðardreifingu frestað

22.maí'17 | 11:59

Búið er að fresta áburðardreifingu sem til stóð að fara í - í dag í hlíðum Eldfells. Ástæða frestunarinnar eru að veðurskilyrði eru ekki hagstæð til verksins. Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Fiskibarinn flytur sig um set

22.maí'17 | 08:41

Fiskibarinn opnaði í nyjum húsakynnum á laugardaginn síðastliðinn. Hann er nú til húsa á Skólavegi 1, hús sem gjarnan er nefnt Vöruhúsið. Búið er að taka til hendinni á nýja staðnum og er óhætt að óska eigendum og starfsfólki til hamingju með staðinn.