Myndir frá minningarfundi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var heiðursgestur á minningarfundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem haldinn var í hádeginu í dag í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá upphafi eldgoss á Heimaey.

Forseti Íslands mun í dag heimsækja Framhaldsskólann, dagdvöl aldraðra, Þekkingarsetur Vestmannaeyja og Hraunbúðir. Þá mun hann hlýða á upplestur nemenda GRV í Eldheimum, skoða handgerðar veifur á Bókasafni í tengslum við goslokahátíð í sumar. Taka þátt í blysför frá Landakirkju að Eldheimum og vera viðstaddur athöfn í Eldheimum í kjölfar blysfarar.

Myndir frá fundinum og frá upplestri 10. bekkinga sem staðið hefur frá því klukkan hálf tvö, í nótt má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast