Mildi að ekki varð slys á fólki þegar landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar

1.Ágúst'20 | 17:03
IMG_3989

Ljósmyndir/TMS

Mildi var að ekki hafi orðið slys á fólki þegar að landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar þegar verið var að hækka hana til móts við gönguhurð ferjunnar.

Skömmu áður en landgangurinn féll til jarðar hafði húsbíll keyrt undir brúnna, en ökutæki sem eiga pantað í ferjuna keyra þarna undir. Er um nýja landgöngubrú að ræða sem að var tekin í notkun nú í vikunni. Samkvæmt heimildum Eyjar.net bar slysið að með þeim hætti að þegar að landgangurinn var kominn í efstu stöðu gekk hann út úr festingunum við afgreiðsluhúsið með fyrrgreindum afleiðingum.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mestu skipti að ekki hafi orðið slys á fólki. ,,Nú tekur við að fara yfir hvernig þetta gat gerst og skoða landganginn. Hvort hann er laskaður. Því næst þarf að skoða uppsetningu aftur og ganga úr skugga um að slíkt geti ekki komið fyrir aftur. Það skoðum við með verktökunum sem önnuðust uppsetningu brúarinnar.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).