Upp með sprittið

30.Júní'20 | 15:19
handspritt

Huga þarf vel að hreinlæti, handþvotti og sprittun.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum beinir því til Eyjamanna að skerpa á einstaklingsbundnum sýkingavörnum vegna COVID-19. Í því felst að huga vel að hreinlæti, handþvotti og sprittun. 

Fjarlægðarreglan er mikilvæg sem og að forðast mannmarga staði. Þá er lykilatriði til að verjast útbreiðslu veirunnar að þeir sem eru veikir eða með flensueinkenni haldi sig heima.

Þeir sem hafa einkenni og þurfa sýnatöku er bent á að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma og hringja í 1700 eftir klukkan 16.00 á daginn og um helgar.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru besta vörnin gegn því að fá veiruna aftur inn í samfélagið og þá þurfa allir að vera vakandi yfir því að smitað fólk getur einnig verið einkennalaust.

Tökum ábyrgð og verjum okkur sjálf og þar með okkar viðkvæmasta fólk. Við erum öll almannavarnir, segir í tilkynningu frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.