Handknattleikur:

Petar Jokanovic áfram hjá ÍBV

30.Júní'20 | 15:10
petar_ibv_fb

Petar Jokanovic. Ljósmynd/ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Petar kom til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti fínasta tímabil. 

Hann varði á köflum meistaralega í markinu og átti m.a. stóran þátt í sigri liðsins í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Í tilkynningu frá ÍBV segir að Petar sé mjög ánægður með umhverfið og fólkið í Vestmannaeyjum og vildi því taka slaginn með félaginu aftur á næsta tímabili.

„Við hjá ÍBV erum ánægð með að hafa gengið frá samningi við Petar og hlökkum til samstarfsins í vetur.” segir enn fremur í tilkynningunni sem birt er á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%