Davíð nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum

30.Júní'20 | 13:06
david_egils_hsu_sams

Davíð Egilsson. Mynd/samsett

Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum.

Davíð lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2010 og fékk almennt lækningaleyfi hér á landi 2011. Hann starfaði í kjölfarið á Slysa- og bráðadeild LSH en hélt síðan til Svíþjóðar í sérfræðinám sem hann kláraði árið 2013.

Eftir það stundað hann nám í heimilislækningum við heilsugæsluna í Åhus og sjúkrahúsinu í Kristianstad í Svíþjóð og fékk þar sérfræðileyfi í apríl 2018. Eftir það hélt hann heim til Íslands og er nú eins og fyrr segir yfirlæknir á heilsugæslustöð HSU í Vestmannaeyjum.

Á Suðurlandi eru nú fjórir svæðislæknar sóttvarna sem heyra undir Elínu Freyju Hauksdóttur umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi og yfirlækni á Höfn.  Þeir eru auk Davíðs, Björn G. S. Björnsson yfirlæknir í Rangárþingi, Sigurjón Kristinsson yfirlæknir í Laugarási og Ómar Ragnarsson yfirlæknir í Hveragerði og Þorlákshöfn.

Davíð eru færðar hamingjuóskir með nýja titilinn, segir í frétt á vef HSU.

Tags

HSU

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%