Starfshópur skipaður um klasa- og sprotastarfsemi á 3. hæð Fiskiðjuhússins

16.Janúar'20 | 06:42
fiskidja_2019_03_satur

Fiskiðjan. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í vikunni var tekið fyrir aftur framtíðarskipan 3. hæðar í Fiskiðjuhúsinu. 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 31. október sl., að fela bæjarráði að skipa starfshóp með það hlutverk að kanna grundvöll fyrir klasa- og sprotastarfsemi á 3. hæð Fiskiðjuhússins í samráði við Þekkingarsetur Vestmannaeyja, fyrirtæki og hagsmunaaðila.

Á sama fundi var ákveðið að flytja hluta af starfsemi bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið og því ljóst að ekki verður af starfsemi bæjarskrifstofanna í Fiskiðjuhúsinu. Umrætt húsnæði telur um 1.050 fermetra.

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann 17. desember sl., að kanna áhuga og möguleika eftirfarandi fimm einstaklinga, sem farsæla reynslu hafa af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi, til þess að skipa umræddan starfshóp, þ.e. þeirra:

- Ásgeirs Jónssonar, aðjúnkt og umsjónarm. náms í haftengdri nýsköpun við HR,
- Frosta Gíslasonar, verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð og umsj.m. Fab lab í Vestmannaeyjum
- Hólmfríðar Sveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Genis (Benecta) og fyrrv. fr.kv.stj. Iceprotein og Protis
- Tryggva Hjaltasonar, verkefnastjóra hjá CCP og form. Hugverkaráðs SI og
- Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, frumkvöðul og ráðgjafa, sem stofnaði Tröppu þjónustu og Kara Connect

Allir umræddir einstaklingar hafa fallist á beiðni Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í starfshópnum.

Í niðurstöðu ráðsins lýsir bæjarráð ánægju og þakklæti með jákvæð viðbrögð umræddra fimm einstaklinga við beiðni Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í hópnum og telur verðmætt að svo öflugur hópur taki þátt hugmyndavinnu um framtíðarskipan starfsemi 3. hæðar Fiskiðjuhússins, þ.e. starfsemi sem stykir og skapar ný tækifæri til nýsköpunar, sprota eða klasastarfsemi með því að nýta sér staðsetningu og samlegð með annari starfsemi í húsinu. Bæjarráð skipar hér með þau Ásgeir Jónsson, Frosta Gíslason, Hólmfríði Sveinsdóttur, Tryggva Hjaltason og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur í starfshópinn og felur Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar að starfa með hópnum og senda starfshópnum erindisbréf.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.