Tæplega 800 ferðir í sjúkraflugi á síðasta ári

10.Janúar'20 | 16:59
sjukrafl

Sjúkraflugvél Mýflugs á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri Mýflugs er hlynntur hugmyndum um sjúkraþyrlu á sunnanverðu landinu. 

Það myndi minnka verulega sjúkraflug félagsins til Vestmannaeyja. Hann segir að ríkið skuldi Mýflugi fjármuni aftur í tímann þegar mun meira var flogið en útboð sagði til um. Eftir nær samfellda aukningu í sjúkraflugi síðustu ár dró örlítið úr því árið 2019. Mýflug fór í 770 sjúkraflugferðir á síðasta ári en 808 árið áður, að því er segir í frétt á fréttavef Ríkisútvarpssins.

Segir hentugt að gera sjúkraflugið út frá Akureyri

Miðstöð flugsins er á Akureyri. Þar eru tvær flugvélar til taks og ríflega fimm áhafnir. „Það var niðurstaðan á sínum tíma, þegar þetta var skoðað, að besta staðsetningin fyrir sjúkraflugvél væri hér,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs.  

Sammála hugmyndum um sjúkraþyrlu á Suðurlandi

Núverandi fyrirkomulag sjúkraflugs hefur þó verið gagnrýnt, meðal annars í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Sjúkraþyrla á Suðurlandi myndi bæta þar úr og Leifi líst vel á þær hugmyndir. „Ég reikna með því að það myndi fækka svona sirka um helming flugferðunum hjá okkur inn á Vestmannaeyjar við það að þyrla yrði staðsett á Suðvesturhorninu eða á Suðurlandi.“

Mýflug telur sig eiga inni fjármuni hjá ríkinu

Fluginu er sinnt samkvæmt útboði ár hvert þar sem greitt er fyrir ákveðinn fjölda ferða. Þar segir Leifur óuppgert við ríkið. „Þegar þetta var boðið út 2012 þá var gert ráð fyrir 470 flugum. Árið 2016, 2017 og 2018 urðu þau nærri 800.“ Þarna telji Mýflug sig eiga inni talsverða fjármuni hjá ríkinu, en um það sé ágreiningur. „Það þarf að klára þau mál með einhverjum hætti,“ segir hann.

 

Rúv.is greindi frá, nánar má lesa um málið hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%