Sjúkraþyrla á Suðurlandi enn til skoðunar

4.Desember'19 | 09:10
IMG_0895

Landhelgisgæslan þarf árlega að sinna þó nokkrum útköllum á flutningum sjúklinga frá Eyjum, auk á annað hundrað sjúkraflugferða Mýflugs til og frá Eyjum. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær voru heilbrigðismálin til umræðu, en bæjarráð fundaði með heilbrigðisráðherra þann 20. nóvember sl. 

Ráðherra tók undir með bæjarfulltrúum um að bæta sjúkraflug til Vestmannaeyja og verið er að skoða möguleika á sjúkraþyrlu á Suðurlandi með staðarmönnun. Vonandi skýrist fljótlega hvort af því verður.

Enn þarf að hlaupa undir bagga með fjármögnun Hraunbúða

Þá kemur fram í fundargerð bæjarráðs að þar sem enn hafi ekki náðst saman við Sjúkratryggingar Íslands um samning eru fjárveitingar til reksturs Hraunbúða of lágar og Vestmannaeyjabær þarf að hlaupa undir bagga með fjármögnun stofnunarinnar. Þetta ástand er óviðunandi og mikilvægt að samkomulag náist sem fyrst eða ríkið standi við skuldbindingar sínar með öðrum hætti.

Ráðherra sýndi þessu sjónarmiði bæjarfulltrúa skilning.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.