Hugleiðing Gísla Stefánssonar:

Frelsi allra að velja, barna líka

13.September'19 | 11:40
gisli_st

Gísli Stefánsson

Valfrelsi barna er sífellt ógnað með skringilegum reglum, reglugerðum og lögum fullorðina. 

Athugið að hér er ekki verið að tala um hefðbundið uppeldi þar sem foreldrar og aðrir forráðamenn stilla börn sín inn á hefðir, venjur og gildi samfélagana sem þau búa í heldur það þegar fullorðið fólk ákveður að ein tiltekin leið í lífinu sé betri fyrir þau en önnur.

Kolefnisspor og kjöt

Nú þegar margir keppast við, blessunarlega, að menga minna, sóða minna út og minnka kolefnissporið sitt telja sumir að neysla dýraafurða sé af hinu slæma fyrir jörðina og mannkynið allt. Því sé best að taka fyrir neyslu kjöts á skólatíma barna með því að hætta að bjóða upp á það í mötuneytum. Þessi aðferð er röng að mínu mati því hún á rætur sínar í gamaldags forræðishyggju og hugmyndum sem því miður standa aðeins með einni hlið málsins. Það eru jú tvær ef ekki fleiri hliðar á öllum málum.

Fordómar

Aðferðin gefur líka færi á umræðu um hvort kjötneysla sé eitthvað sem er annað hvort rétt eða rangt, þegar útfrá næringarsjónarmiðum sé hún holl í hóflegu magni en hugsanlega ósiðferðisleg þegar kemur að dýrverndurnarsjónarmiðum. Þetta elur á fordómum neytenda dýraafurða gagnvart kjötneytendum og öfugt, því rétta svarið ekki til.

Hinn gullni meðalvegur

Hlutverk yfirvalda og menntastofnana á ekki að mínu mati að vera að setja reglur á þennan máta heldur að fræða fólk um áhrif og afleiðingar vals síns og gjörða sinna. Allir þeir sem eiga börn og eiga í reglulegum samskiptum við börn vita að í flestum tilfellum er nokkuð auðvelt að leggja spilin á borðið fyrir barnið, leyfa því að heyra hvað er í boði, hverjir kostirnir eru og gallarnir og leyfa því svo að velja. 

Val vex ekki börnum meira í augum en fullorðnum

Besta dæmið sem ég hef um þetta er barna- og æskulýðsstarfið sem ég er með í Landakirkju. Ég býð þar krökkum á aldrinum 6-16 ára í Landakirkju einu sinni í viku þar sem ég fræði þá um fagnaðarerindið, syng með þeim og við förum í leiki á eftir. Flestir þeirra prófa einu sinni og stór hópur situr eftir og tekur þátt vikulega. Eitt hefur mér verið ljóst frá fyrstu stundu sem æskulýðsfulltrúi og það er það að krakkar eru snöggir að taka inn það sem er í gangi, velta því fyrir sér, mynda sér skoðun og ákveða hvort þeir haldi áfram að koma í æskulýðsstarfið. Það þarf ekki nema 1 til 2 fundi til þess. Það nefnilega vex þeim ekki í augum að velja eins og sumir kunna að halda.

Hættum að vera löt við að spyrja börnin hvað þau vilja, fræðum þau um allar hliðar málsins og leyfum þeim svo að velja. Kjöt eða ekki kjöt, eða kannski bara minna kjöt á að vera þeirra val hvað sem öðrum finnst.

 

Gísli Stefánsson

Höfundur er æskulýðsfulltrúi

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.