Eldey - Gisting komin á sölu

„Teljum þetta góðan tímapunkt til að selja”

- kjörið tækifæri fyrir rétta aðila sem vilja takast á við spennandi verkefni

13.September'19 | 16:00
ibud_eldey

Íbúðirnar eru alls níu. Allar hinar glæsilegustu. Ljósmyndir/aðsendar

Í fyrra opnuðu þau Arndís María Kjartansdóttir, Ingunn Arnórsdóttir, Ómar Steinsson og Svanur Gunnsteinsson glæsilega íbúðargistingu í Goðahrauni undir nafninu “Eldey – Gisting”.

Búið að byggja upp og komið í rekstur

Nú hafa þau ákveðið að setja fasteignina á sölu. En hvað varð til þess að nú ætli þau selja?

Arndís segir að þau séu öll í öðrum störfum og þetta hafi reynst meiri binding en þau reiknuðu með. Þegar aðsóknin jókst fundu þau að þetta væri of mikið að sinna þessu öllu í aukavinnu og því telji þau þetta góðan tímapunkt nú til að setja hótelið á sölu. Ingunn bætir við að þetta sé kjörið tækifæri fyrir fólk sem getur einbeitt sér að þessu verkefni. “Nú er búið að byggja þetta upp og nú þegar er komin reynsla á þetta er kjörið tækifæri fyrir nýja aðila að taka við og halda áfram á sömu braut”.

Mjög ánægðir gestir

Þær segja að nú þegar sé töluvert mikið um bókanir á næsta ári og er gaman að segja frá því að allir þeir gestir sem nú þegar hafa gist hjá þeim eru mjög ánægðir.

Í húsinu eru 9 íbúðir. 5 tveggja herbergja og svo 4 stúdíóíbúðir. Rúmlega 37 fm þær stærri og eitthvað í kringum 25 fm þær minni.  Allar eru þær með mjög rúmgóðum baðherbergjum.  Og sem dæmi má nefna eru allar hurðir breiðari en tíðkast svo aðgengi sé sem best fyrir alla. 

Í dag geta þau hýst 28 manns, en svo má vera með börn yngri en 6 ára með sér, t.d. á milli í hjónarúmi. Alls eru þetta um 450 fm að stærð.

En hvert geta áhugasamir snúið sér?

Dísa segir að þrátt fyrir að hún sé sjálf fasteignasali fannst henni ekki rétt að annast sölu á þessari fasteign. Því er áhugasömum bent á að hafa samband við Helga Bragason, lögmann og fasteignasala hjá Fasteignasölu Vestmannaeyja.

Hér má lesa meira um þessa spennandi fasteign.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.