Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?
13.Ágúst'19 | 14:36Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk.
Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður boðið upp á stutt tónlistaratriði.
Veitt verður aðstoð, ef þörf er á, við að setja myndirnar í sýningarhæft form. Áhugaljósmyndurum/bæjarbúum gefst hér tækifæri á því að taka þátt með því hafa samband við neðangreinda einstaklinga.
Við hvetjum sem flesta til að deila á þennan hátt sinni einstöku upplifun á hinu margbrotna viðfangsefni í tilefni af aldarafmælinu.
Fyrir hönd afmælisnefndar:
Kári Bjarnason: 892-9286, kari@vestmannaeyjar.is
Ómar Garðarsson: 695-2878, omar@vestmannaeyjar.is
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37Kindasögur í Einarsstofu á sunnudaginn
29.Nóvember'19 | 15:40Jói Listó sýnir á sér nýja hlið í Einarsstofu
29.Nóvember'19 | 11:06Loksins – Loksins – Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn
28.Nóvember'19 | 10:57Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu
27.Nóvember'19 | 14:08Tæplega 200 manns mættu á tónleika og til messu
25.Nóvember'19 | 11:39Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu
22.Nóvember'19 | 15:19
Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-