Þurfa að fiska annað en ýsu
12.Ágúst'19 | 17:43Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag.
Frá þessu er greint á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að afli Bergeyjar sé að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) ýsa og ufsi.
Haft er eftir Arnari Richardssyni rekstrarstjóra að góð ýsuveiði hafi verið hjá báðum skipum fyrsta sólarhring veiðiferðarinnar, en aflabrögð orðið tregari þegar farið var að forðast ýsuna og leita eftir öðrum tegundum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%