Sagnheimar opna sýningu í dag

17.Maí'19 | 06:40
farsaell_sagnh_2

Ljósmynd/facebooksíða Sagnheima

Í dag kl. 16:30 opna Sagnheimar - byggðasafn  sýningu í anddyri Þekkingarsetursins. Þar hefur sexæringnum Farsæli verið komið fyrir, einum elsta báti landsins og líklega merkasta safngrip Sagnheima og stór ljósmynd frá 1907 þekur vegginn.  

Öll vertíðaskip Eyjamanna frá árabátaöldunum eru nú löngu úr sögunni. Farsæll er aldursfriðaður, smíðaður í Landeyjum 1872. Ívar Gunnarsson bátasmiður hefur annast nauðsynlegt viðhald í aðdraganda uppsáturs bátsins eftir leiðbeiningum sérfræðinga. Sæþór Vídó og Bragi Magnússon sáu um hönnun sýningar en fjölmargir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóginn.

Verkefnið var styrkt af Vestmannaeyjabæ og Safnaráði og er liður í 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar. Helga Hallbergsdóttir safnvörður Sagnheima skýrir frá tilefni þessa merka atburðar og Sæþór Vídó syngur nokkur sjómannalög.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%