Dæmdir fyrir að ráðast hvor á annan

14.Janúar'19 | 19:33
heradsdomur_sudurlands

Héraðsdómur Suðurlands.

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag tvo karlmenn fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum þann 16. september s.l. Annar mannanna veittist að hinum við skemmtistaðinn Lundann og sló hann í andlitið.

Hinn svaraði með því að slá árásarmanninn í andlitið þannig að hann hlaut skurð á nef og mar við auga. Þá veittist, sá sem hóf átökin, aftur að hinum og sló hann ítrekað í maga, andlit, bak og síðu þannig að hann fékk sprungna vör, hrufl á hnakka og mar á gagnauga. 

Báðir mennirnir játuðu skýlaust sök við þingfestingu. Sá sem hóf slagsmálin hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi en hinum var gert að greiða 100 þúsund krónur í fésekt í ríkissjóð innan mánaðar ella sæta átta daga fangelsi. Báðum var gert að greiða sakarkostnað, segir í frétt á fréttavef RÚV - ruv.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is