Nýja vél Ernis í sínu fyrsta flugi til Eyja

8.Desember'18 | 06:20
ernir_ny_vel_18_oskar_el

TF-ORI á Vestmannaeyjaflugvelli í gær. Ljósmyndir/Óskar Elías Sigurðsson

Nýjasta vél í flota flugfélagsins Ernis, TF-ORI, fór í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja síðdegis í gær. Vélin sem er af gerðinni Dornier 328-100 var fram­leidd árið 1998 og kom hún hingað til lands um mánaðamót­in maí-júní.

Frá þeim tíma verið unnið að því að koma vél­inni inn í kerfi fé­lags­ins og þjálfa bæði flug­menn og flug­virkja. Um er að ræða 32 sæta skrúfuþotu. 

Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis sagðist í samtali við RÚV fyrr í vikunni, vonast til að þessi vél opni nýja möguleika fyrir félagið. Með stærri vél og fleiri sætum eigi að vera hægt að fjölga verkefnum.

Betur hægt að sinna markaðnum með stærri vél

„Við höfum rekið fjórar 19 sæta vélar og munum nýta þessa vél í öll verkefni sem henta best hverju sinni,“ segir hann. „Það vantar oft fleiri sæti, dæmis á Húsavík, fyrir og eftir helgar og einnig á Vestmannaeyjar og Höfn. Það getur verið dýrt að vera á minni vélum og geta ekki uppfyllt það sem beðið er um. Það þarf að vera hægt að sinna markaðnum og er dýrt að missa af viðskiptum.“ sagði Hörður.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.