Knattspyrna:

Sísí Lára snýr heim

Jón Ólaf­ur Daní­els­son sagður vera að taka við liðinu

9.Nóvember'18 | 18:10
sisi_ibv

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir. Mynd/SGG

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ÍBV eft­ir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Nor­egs­meist­ari með liðinu.

Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eft­ir að til­kynna um ráðningu nýs þjálf­ara fyr­ir næsta tíma­bil en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun Jón Ólaf­ur Daní­els­son taka við liðinu sem aðalþjálf­ari á nýj­an leik.

Sig­ríður Lára gekk í raðir Lilleström frá ÍBV í ág­úst síðastliðnum og gerði skamm­tíma­samn­ing við norska fé­lagið. Henni stóð til boða að vera áfram hjá Lilleström, sem komið er í 8-liða úr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu eft­ir að hafa slegið út Brönd­by og leik­ur bikar­úr­slita­leik­inn í Nor­egi 1. des­em­ber, en afþakkaði það.

„Ég er búin að skrifa und­ir samn­ing við ÍBV. Mig lang­ar bara að hjálpa mínu liði. Hjartað slær í Eyj­um,“ seg­ir Sig­ríður Lára, sem seg­ir það hins veg­ar hafa verið kær­komna lífs­reynslu að æfa og spila með besta liði Nor­egs, og kynn­ast því að vera at­vinnumaður í íþrótt­inni.

 

Mbl.is greinir frá. Ítarlegra viðtal við Sig­ríði Láru má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.