Í bjarma sjálfstæðis

13.Október'18 | 06:07
vestmannaeyjar_1915_ads_sagnh

Myndin sýnir Vestmannaeyjar árið 1915. Ljósmynd/aðsend

Vestmannaeyjar urðu kaupstaður 1. janúar 1919 samkvæmt lögum sem samþykkt voru 22. nóvember 1918. En hvernig var bæjarfélagið á þessum umbrotatímum, þegar það breyttist úr þorpi í bæ, hverjar voru ógnirnar og/eða tækifærin?

Um þetta verður fjallað í Sagnheimum, byggðasafni á morgun, sunnudag frá kl. 13 - 14:30 undir yfirskriftinni „Í bjarma sjálfstæðis”

Ragnar Óskarsson, sagnfræðingur verður með erindið ,,1918- skin og skúrir“. Hér verður staldrað við nokkra þætti og atburði sem einkum settu svip sinn á daglegt líf Vestmannaeyinga þetta afdrifaríka ár.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir verður með erindið ,,Spánska veikin 1918-heimurinn-Ísland-Vestmannaeyjar". Margir tengja árið 1918 við spönsku veikina. Hér verður varpað ljósi á inflúensur þessa tíma, spönsku veikina á heimsvísu, á Íslandi og hér í Vestmannaeyjum.

 

Allir hjartanlega velkomnir!

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Tags

Sagnheimar

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.