Eyþór Ingi og allir hinir í Eyjum

13.Október'18 | 10:20

Eftir frábæra opnun á Alþýðuhúsinu s.l laugardag þar sem Bubbi&Dimma trylltu mannskapinn þá er komið að næsta viðburði í húsinu.  Nú er komið að Eyþóri Inga með tónleikaröðina sína sem hann kallar "Eyþór Ingi og allir hinir" enda mæta með honum allskyns aðrir tónlistarmenn i stórkostlegum eftirhermum sem hann skapar.

Við heyrðum í Eyþóri Inga og var hann mjög spenntur að koma til Eyja.

„Það er alveg sérstakt að skemmta Eyjamönnum og að mæta nú í nýtt og endurbætt Alþýðuhús í Vestmannaeyjum undir  öruggri stjórn Palla Eyjólfs í Prime verður frábært. Ég hef verið að spila í Bæjarbíói í Hafnarfirði sem er frábært hús í alla staði og af því sem ég hef heyrt að þá eru gæðin  þau sömu í Alþýðuhúsinu.  Ég óska Vestmannaeyingum og rekstaraðilum til hamingu með þessa öflugu viðbót í menningarlífið og hlakka til að sjá ykkur öll”.

Tónleikarnir eru á laugardagurinn, 20. október kl 20:30. Hér má kaupa miða.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.