Handknattleikur:

Sex leikmenn frá ÍBV í landsliðshópum

12.Október'18 | 13:29

Heimir Ríkarðsson þjálfari U-19 ára landsliðs karla hefur valið 26 manna æfingahóp til æfinga helgina 26. – 28. október. Í hópnum er þeir Ívar Logi Styrmisson og Óliver Daðason. 

Liðið hafnaði í 2. sæti á EM sl. sumar og hvílir stór hluti þess hóps í þetta skiptið á meðan aðrir fá tækifæri til að æfa með liðinu.Næsta verkefni liðsins er Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs þar liðið á titil að verja.

Einar Andri Einarsson nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs karla hefur valið 20 manna æfingahóp.Liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Frakka, föstudaginn 26. okt. kl. 20.00 og laugardaginn 27. okt. kl. 16.00. Leikirnir fara báðir fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Í hópnum eru fjórir leikmenn úr ÍBV, þeir, Andri Ísak Sigfússon , Daníel Örn Griffin, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson.

Það er mikill heiður að eiga leikmenn í yngri landsliðum og er félagið að rifna úr stolti yfir þessum flottu leikmönnum okkar, segir í frétt á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags - ibvsport.is.

Tags

ÍBV HSÍ

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.