Ragnar Óskarsson skrifar:

Vitleysan kostaði sitt

12.Ágúst'18 | 00:15
Ragnar_os

Ragnar Óskarsson

Mér hefur alltaf þótt vænt um sameiginlega bæjarsjóðinn okkar, sjóðinn sem við Eyjamenn söfnum m.a. í með útsvarinu okkar og notum til að standa undir ýmiss konar framkvæmdum og þjónustu við bæjarbúa.  Ég er auðvitað ekki alltaf sammála hvernig honum er varið en oft nokkuð sáttur.

Nú á dögunum var upplýst að tveggja milljóna króna krafa hefur verið send á bæjarsjóð. Krafan er komin til vegna þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum neituðu að virða úrslit lýðræðislegra bæjarstjórnarkosninga í vor. Þeir kærðu hin lýðræðisleg úrslit og ætluðu með bolabrögðum og óheilindum að fá niðurstöðunum breytt sér í hag. Þetta sjónarspil þeirra vakti trega hjá mörgum heiðarlegum sjálfstæðismanninum en yfirleitt undraðist fólk og hló að afspyrnu klaufalegri og fáránlegri framgöngu forystunnar.

Auðvitað var þessari dæmalausu kæru synjað og eftir stóðu forystumenn sjálfstæðismanna í Eyjum með allt niður um sig, þeir höfðu orðið að athlægi.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Nú liggur sem sé fyrir að bæjarsjóðurinn okkar allra þarf að greiða rúmar tvær  milljónir í kostnað vegna vitleysunnar. Við öll eigum að taka þátt í að fjármagna fíflaríið. Við þetta er ég ekki sáttur en ég veit ekki með ykkur hin. Hvað segið þið annars?

Þótt upphæðin sé ekki óyfirstíganleg og setji bæjarsjóð ekki á hausinn er tilurð hennar svo fáránleg að engin leið er að verja að sjálfstæðismenn geti sótt í bæjarsjóð og látið hann greiða fyrir asnaskapinn. Þeir ættu í það minnsta að bjóðast til að greiða kröfuna úr eigin flokkssjóðum og biðja svo bæjarbúa afsökunar á allri vitleysunni.

 

P.S.    Ekki óyfirstíganleg upphæð segi ég. Upphæðin er þó það há að allar útsvarsgreiðslur venjulegs verkamanns í Vestmannaeyjum í 4 ár þarf til að greiða kröfuna.

 

                              Ragnar Óskarsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%