Liðakeppni í snóker í Eyjum um helgina

17.Apríl'18 | 07:18

Um helgina verður liðakeppni í snóker haldin hér í Eyjum. Fjöldi liða á mótinu er 12 og þar af eru 4 frá Vestmannaeyjum. Að sögn Sigurjóns Birgissonar, eins skipuleggjenda mótsins verður leikið á öllum þeim borðum í Eyjum sem lögleg eru.

Þau eru í Akóges, Oddfellow, Kiwanis og í húsnæði á Flötunum hjá Rabba á Dala-Rafni. Sigurjón segir að mótið byrji á föstudagskvöld og standi fram á sunnudag, en þá eru undanúrslit og úrslitin leikin. Fyrirkomulagið er þannig að dregið verður í 2 sex-liða riðla.

Á föstudaginn hefst mótið klukkan 19. Á laugardaginn hefja keppendur leik kl. 10.00 og á sunnudaginn verða undanúrslitin og úrslitin leikin í Kiwanis-húsinu og hefjast undanúrslitin klukkan 12.00. Allir þeir sem áhuga hafa á snóker eru hvattir til að mæta.

Tags

Snóker

ÚV á FM 104

15.Febrúar'18

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Hárstofan HárArt

4.September'17

Þú færð milk_shake vörurnar hjá HárArt. Sími: 8970050. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Liðakeppnin í snóker

20.Apríl'18

Um helgina er liðakeppni í snóker haldin hér í Eyjum. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.