Framkvæmdir hafnar hjá Vinnslustöðinni
26.Febrúar'16 | 06:55Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarfrystihúss, mjöl,- og frystigeymslu ásamt tveimur hráefnistönkum.
Byggingarfélagið Eykt hf. mun sjá um byggingarframkvæmdir og er fyrsta verkið hafið, bygging uppsjávarfrystihússins. Fyrsti hluti verksins er niðurrif gamallar bræðsluþróar og hófust framkvæmdir í gær en þar mun síðar rísa mótorhús sem þjóna mun uppsjávarfrystihúsinu.
Ákvörðun hefur verið tekin um að nota blástursfrystingu við frystingu uppsjávarfisks en sú aðferð hefur einkum verið notuð í Noregi, að því er segir í frétt Vinnslustöðvarinnar á vsv.is.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.