Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt

13.september'19 | 05:40

Hugmynd Stefáns Jónassonar sem situr í afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar að fá ljósmyndara í bænum til að sýna Eyjamönnum og gestum það sem þeir og þær hafa verið að gera í gegnum árin fékk heldur betur byr undir vængi. 

Óskar Pétur fyrstur í röð ljósmyndara með sýningu í Einarssstofu:

Tók sínar fyrstu myndir á Kodac Instamatic á fermingardaginn

11.september'19 | 10:41

Þeir eru ekki margir viðburðirnir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum þar sem Óskar Pétur Friðriksson er ekki mættur með myndavélina. Þjóðhátíð, goslok, þrettándinn, hann lætur sig ekki vanta. 

Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?

13.Ágúst'19 | 14:36

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk.