Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Jói Myndó lofar skemmtilegri sýningu

14.nóvember'19 | 11:20

Jóhannes Helgi Jensson, Jói Myndó er yngstur ljósmyndaranna sem taka þátt í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt sem verður í tíunda skiptið í Einarsstofu á föstudaginn klukkan 17.00. 

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu

13.nóvember'19 | 15:32

Það er öflug þrenning sem mætir með myndir sínar í Einarsstofu kl. 17.00 á föstudaginn. Þeir eru Halldór Sveinsson, lögregluvarðstjóri, Jói Myndó og Sigmar Pálmason betur þekktur sem Bói Pálma.

Óli Lár og Helgi sýna í Einarsstofu

1.nóvember'19 | 16:29

Á morgun, laugardag klukkan 13.00 í Einarsstofu sýna Helgi Tórshamar og Ólafur Lárusson á áttundu sýningunni í sýningarrröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Helgi er tiltölulega nýbyrjaður að taka myndir af krafti en Óli sem hefur í áratugi tekið myndir af því sem fyrir augu hans ber.