Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna

20.maí'19 | 13:36

Á föstudaginn sl. opnuðu Sagnheimar nýja sýningu á jarðhæð Þekkingarsetursins, Ægisgötu 2. Þar hefur sexæringnum Farsæli, byggður 1872, verið komið fyrir sem minnisvarða árabátanna ásamt sögu hans og mynd af gamla Skipasandinum frá 1907.

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag:

Síðasti bærinn í dalnum

12.maí'19 | 08:27

Kvikmyndahátíð verður á þjóðlegu nótunum í dag, sunnudag. Þá verður sýnd Síðasti bærinn í dalnum, fyrsta íslenska leikna kvikmyndin frá 1950. Myndin er byggð á samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og kennara í Vestmannaeyjum. 

Kvikmyndahátíðin heldur áfram í dag:

Pysjuævintýrið og Verstöðin Ísland sýndar í dag

11.maí'19 | 07:02

Í dag verða sýndar tvær myndir á Kvikmyndahátíðinni af tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Pysjuævintýrið er stuttmynd sem tekin var í Eyjum árið 2000. Hin myndin er Verstöðin Ísland, heimildamynd um íslenskan sjávarútveg.