Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó

11.desember'19 | 11:51

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar fyrsti Herjólfur lagðist nýr að bryggju kl. 14.00 laugardaginn 12. desember 1959. Þær verða sýndar ásamt fleiri myndum sem tengjast samgöngum á sjó í Einarsstofu kl. 17.00 á morgun, fimmtudag þegar sextíu ár verða frá komu skipsins.

Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar

6.desember'19 | 17:41

Ingi Tómas Björnsson, fyrrum skattsjóri var áberandi á bæði handbolta- og fótboltaleikjum meistaraflokka ÍBV á árunum um og upp úr 1986. 

Kíkt í einstakt safn Figga á Hól

6.desember'19 | 11:36

Gísli Friðrik Jesson, Figgi á Hól í Vestmannaeyjum sem fæddist 14. maí 1906 og lést 3. september 1992 kom víða við á lífsleiðinni. Er einn af hornsteinum Vestmannaeyja eins og þær eru í dag.