Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Afmælissýningaröð 2. sýning:

Sýningin "Konur á Listasafni Vestmannaeyja" er nú opin í Einarsstofu

12.mars'19 | 05:55

Sýningin "Konur á Listasafni Vestmannaeyja" er nú opin í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýningin er hluti af afmælissýningaröð í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar.

Málþingið á myndböndum

19.febrúar'19 | 06:52

Á sunnudaginn sl. var málþing undir yfirskriftinni „Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir”. Var þetta liður í afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. Tæplega hundrað manns mættu á málþingið sem haldið var í Kviku.

Málþingið í beinni

17.febrúar'19 | 14:15

Í dag er opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.