Höfundur: Páll Scheving Ingvarsson

Verksmiðjustjóri. Fæddur í Vestmannaeyjum 24. Janúar 1963. Maki er Hafdís Kristjánsdóttir. Áhugamál eru mannlíf og náttúran.

Minning: Eiríkur H. Sigurgeirsson

Stór maður, stutt kveðja

20.maí'20 | 08:03

Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur! 

Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Hinsegin fólk, lífið og kirkjan!

26.janúar'15 | 09:05

Ég lá á hótelherbergi erlendis um daginn, vafraði um sjónvarpsstöðvarnar og datt inn í þátt um baráttu samkynhneigðra fyrir sjálfsögðu réttlæti. Rætt var við homma, lesbíur og almenna borgara um stöðu mála. Það vakti mig til umhugsunar þegar einn homminn sagði að hinsegin fólk lifði alveg eins og annað fólk, þeirra sambönd væru ekkert frábrugðin samböndum gagnkynhneigðra. Það var pínulítið nýtt fyrir mér, goðsögnin um styrk hinnar forboðnu ástar, Beggi og Pacas, allar þessar gleðigöngur og hipp hoppið í kringum samkynhneigða hafa kannski gefið mér örlítið ranga mynd af raunveruleikanum. Kannski glímir hinsegin fólk bara við nákvæmlega sömu vandamál og annað fólk, til dæmis í sínum samböndum.

Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Þjáningin & kærleikurinn

18.desember'14 | 13:19

Ég var tuttugu og sjö ára gamall daginn sem ég fór í fyrsta sinn yfir landamærin sem þá skildu að Kína og Hong Kong. Á þessum tíma er Hong Kong bresk nýlenda og miðstöð viðskipta í Asíu. Hún seldi stóran hluta af framleiðslu Kínverja. Fyrir mörgum var var Hong Kong borg tækifæranna og þar af leiðandi full af mönnum í leit að ævintýrum, gulli og grænum skógum. Kínverjar þar búsettir tóku gjarnan upp bresk fornöfn, það þótti heppilegra gagnvart alþjóða viðskiptum. Ferðafélagi minn í þessari ferð var miðaldra lífsreyndur Kínverji sem búið hafði í Hong Kong um árabil. Hann bar þess engin merki að hafa undirritað ábatasama samninga á undanförnum árum, önnur en þau að mjög greinilegt var að hann hafði ekki þjáðst af hungri. Hann kallaði sig Alan Ling og hafði að eigin sögn góð sambönd við verksmiðjur í suðurhéruðum Kína sem ég hafði áhuga á að skoða. Þessi ferð er mér fyrir margar sakir minnistæð en þegar frá líður er það einkum eitt sem stendur upp úr. Frá því er greint hér.