Höfundur: Lóa Baldvinsdóttir

,,Ég er stelpukona sem er ekki alveg til í að verða fullorðin kona strax en geri mér um leið grein fyrir því að ég er ekki stelpa ennþá ;-) Ég er mamma tveggja frábærra stelpna, dóttir bestu foreldra í heimi, litla systir, stóra systir, móðusystir, mágkona, frænka, vinkona og svo feikimargt annað. Ég er leikskólakennari af lífi og sál og finnst börn vera besta fólk í heimi.  Ég hef endalaust gaman af að velta fyrir mér mannlegu eðli og hvað það er sem gerir okkur mannfólkið svona lík en um leið svo ólík"

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Stóra planið......

13.júní'17 | 12:30

Ég hef alltaf verið alveg sérstaklega léleg í því að lifa lífinu eftir einhverjum reglum og skipulagi. Plön eru eitthvað sem henta mér alveg einstaklega illa og Guð hjálpi mér ef ég þarf að skipuleggja mig eitthvað fram í tímann. Það er aðeins þrennt sem ég geng að vísu í mínu lífi og það eru jólin, Goslokin og Þjóðhátíð, allt þar á milli er óskrifað blað.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Til lífs og til gleði

2.júní'17 | 12:10

Ég las þessi orð í minningargrein sem skrifuð var um eina mína helstu fyrirmynd, Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund, baráttukonu og töffara. Þessi orð hafa setið í mér síðan ég las þau, þetta eru einfaldlega fallegustu orð sem ég hef lesið.

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Vinnan mín/lífið mitt

23.maí'17 | 10:24

Ég hef oft sagt að eitt af mínum helstu gæfusporum í lífinu er að hafa drifið mig í nám og lært að verða leikskólakennari. Ég ætlaði aldrei að verða kennari, aldrei, rebbellinn sem ég er, ætlaði sko ekki að vinna við það sama og mamma, pabbi og Erla systir.