Höfundur: Lóa Baldvinsdóttir

,,Ég er stelpukona sem er ekki alveg til í að verða fullorðin kona strax en geri mér um leið grein fyrir því að ég er ekki stelpa ennþá ;-) Ég er mamma tveggja frábærra stelpna, dóttir bestu foreldra í heimi, litla systir, stóra systir, móðusystir, mágkona, frænka, vinkona og svo feikimargt annað. Ég er leikskólakennari af lífi og sál og finnst börn vera besta fólk í heimi.  Ég hef endalaust gaman af að velta fyrir mér mannlegu eðli og hvað það er sem gerir okkur mannfólkið svona lík en um leið svo ólík"

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

#hasstagglífið

18.nóvember'18 | 19:04

Lífið er núna....

Liffa og njódda, eða er það njódda og liffa, man það aldrei.....

Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Að elska sjálfa sig eins og aðra...

25.september'18 | 21:44

Ég var í jóga í dag og hugurinn var ekki alveg að ná að sleppa taki á óvelkomnum og mis hjálplegum hugsunum. Á milli þess sem ég hugsaði um hvort það skipti máli að baugfingur væri lengri en langatöng gat ég ekki hætt að hugsa um af hverju það reynist mér svona erfitt að hugsa fallega til mín og um mig.

Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Baráttan getur orðið þreytt......

29.Ágúst'18 | 19:34

Ég átti langt og gott spjall við góðan vin minn um daginn. Við vorum að ræða samfélagið sem við búum í, kosti þess og galla. Eins og gjarnan vill vera vorum við alls ekki alltaf sammála og allavega tvisvar var ég næstum því búin að labba frá þessum samræðum því skoðanir hans fóru svo hrikalega í taugarnar á mér. Já ég veit að ég er 39 ára og já ég  veit að ég á að bera virðingu fyrir skoðunum annarra en þarna bara talaði frekjan í mér.