Höfundur: Hrefna Óskarsdóttir.

Fædd á því gæðaári 1975. Iðjuþjálfi, dáleiðslutæknir og nemi í geðheilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri þessa dagana. Með óendanlegan áhuga á mannlegu eðli, sérstaklega því sem eykur vellíðan, hamingju og lífsgleði og því sem dregur úr hausarusli og tilfinningadrasli. Finnst fátt betra en að lesa, skrifa, hlusta á góða tónlist og eiga góða stund með fjölskyldu og vinum (en ekki endilega í þessari röð).

Vangaveltur mínar og pælingar sem birtast í pistlum mínum eru skrifaðar frá hjartanu og endurspegla á engan hátt mat annarra í samfélaginu, hvar í þrepinu sem þeir standa. Fjölbreytileikinn er styrkur hvers samfélags og að honum ber að hlúa. Megi pistlar mínir veita ykkur gleði, ánægju og gera líf ykkar vonandi aðeins ríkara. Ást, friður og taumlaus gleði á ykkur  - þið eruð yndisleg.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Konur sem prumpa

26.febrúar'17 | 00:58

Ég hef stundum kallað sjálfa mig gallagrip, ekki af því að ég líti á mig sem annars-flokks einstakling (eða af því að ég prumpa), heldur einungis vegna þess að ég er blessunarlega laus við fullkomnun - eins og allar aðrar manneskjur sem hafa stigið hér á jörð.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Venjuleg, týpísk meðal-Hrefna

4.janúar'16 | 07:08

Ég er þessi týpíska meðalmanneskja og hef líklega alltaf verið. Týpískur Íslendingur sem ber lítið á,  í meðalhæð og þyngd, með venjulegt mosabrúnt íslenskt meðalhár.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Ótrúlega hamingjusöm (og útúrlyfjuð)

26.október'15 | 07:53

Ég varð fertug á árinu sem er alveg dásamlegt sko, en einhvern vegin átti ég samt von á meiri þroska, visku og umburðarlyndi á þessum merku tímamótum. Það spilar kannski eitthvað inn í hvað mér finnst svo margt í íslensku þjóðfélagi einkennast af heimsku og vitleysu. Við hjökkum endalaust í sama farinu, gerum sömu mistökin á sama hátt, gerum þau aftur og aftur og virðumst aldrei geta lært af mistökumi fortíðar. Allt púðrið fer svo í að finna einhvern til að taka á sig allt klúðrið í stað þess að vinna að því að finna lausnir og nýjar leiðir.