Höfundur: Hrefna Óskarsdóttir.

Fædd á því gæðaári 1975. Iðjuþjálfi, dáleiðslutæknir og nemi í geðheilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri þessa dagana. Með óendanlegan áhuga á mannlegu eðli, sérstaklega því sem eykur vellíðan, hamingju og lífsgleði og því sem dregur úr hausarusli og tilfinningadrasli. Finnst fátt betra en að lesa, skrifa, hlusta á góða tónlist og eiga góða stund með fjölskyldu og vinum (en ekki endilega í þessari röð).

Vangaveltur mínar og pælingar sem birtast í pistlum mínum eru skrifaðar frá hjartanu og endurspegla á engan hátt mat annarra í samfélaginu, hvar í þrepinu sem þeir standa. Fjölbreytileikinn er styrkur hvers samfélags og að honum ber að hlúa. Megi pistlar mínir veita ykkur gleði, ánægju og gera líf ykkar vonandi aðeins ríkara. Ást, friður og taumlaus gleði á ykkur  - þið eruð yndisleg.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Hvað kostar að berja barnið sitt?

21.október'17 | 11:53

Skoðanir eru erfitt fyrirbæri því það virðist sem þær séu ýmist réttar eða rangar og ekkert þar á milli. Ég hef stjórnmálaskoðun og trúarskoðun, ég hef skoðun á samgöngum þar sem ég bý í Vestmannaeyjum en hef ekki skoðun á því hvort eigi að leyfa konum yfir ákveðinni þyngd að fara í ungfrú Ísland eða hvort það eigi að lögleiða kannabis.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Konur sem prumpa

26.febrúar'17 | 00:58

Ég hef stundum kallað sjálfa mig gallagrip, ekki af því að ég líti á mig sem annars-flokks einstakling (eða af því að ég prumpa), heldur einungis vegna þess að ég er blessunarlega laus við fullkomnun - eins og allar aðrar manneskjur sem hafa stigið hér á jörð.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Venjuleg, týpísk meðal-Hrefna

4.janúar'16 | 07:08

Ég er þessi týpíska meðalmanneskja og hef líklega alltaf verið. Týpískur Íslendingur sem ber lítið á,  í meðalhæð og þyngd, með venjulegt mosabrúnt íslenskt meðalhár.