Höfundur: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.

Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundasumarið 2017

24.september'17 | 21:18

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið að venju. Mjög skrýtið lundasumar, en mikið af lunda kom hingað í vor en í júní og stærsta hluta júlí sást varla nokkur lundi í Eyjum. En að sjálfsögðu mætti lundinn tímanlega fyrir Þjóðhátíð og framhaldið þekkjum við 5000 bæjarpysjur komnar amk. enda þekkjum við það að ekki nenna allir að fara með í vigtun. 

Georg Arnarson skrifar:

Landeyjahöfn staðan í dag

18.september'17 | 22:23

Það er ansi mikið búið að ganga á í sumar, en ég ætla að byrja á því að fjalla aðeins um fundina 2 sem haldnir voru í maí og nota um leið tækifærið til þess að þakka þeim fyrir sem komið höfðu að því að koma þessum fundum á, enda hafði ég ítrekað óskað eftir því að farið yrði yfir málin.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Fiskveiðiárið 2016/17

4.september'17 | 09:30

Þann fyrsta september byrjaði nýtt fiskveiðiár og því rétt að skoða það sem var að enda, mjög skrítið fiskveiðiár að baki, með löngu verkfalli sem að sögn sjómanna skilaði engu.