Höfundur: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.

Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundasumarið 2018

25.september'18 | 22:09

Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Sumarfrí 2018

3.september'18 | 22:35

Fór í sumarfrí 27. júlí og mætti aftur til vinnu 27. ágúst. Tók því nákvæmlega mánaðar frí, sem er sennilega lengsta frí sem ég hef tekið. Sumarfríið mitt byrjaði með ferð norður í perlu norðursins, Grímsey, en það er alltaf jafn gaman að koma þangað og þessi tilfinning sem ég fæ alltaf þegar ég er kominn um borð í Herjólf að nú sé ég í raun og veru kominn heim.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundaveiði veður

12.júlí'18 | 22:43

Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem svo að þetta sé ekki ósvipað og hjá sjómönnum, flestir muna met túrana og mikið fiskirí, en menn eru fljótir að gleyma lélegu túrunum og verstu brælunum.