Höfundur: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.

Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Áramót 17/18

2.janúar'18 | 00:12

Að venju geri ég upp árið með mínum augum séð. Margt merkilegt er búið að gerast á árinu, en að mínu mati kannski merkilegast tengt fótboltanum, en eins og flestir vita þá náðum við Eyjamenn þeim einstaka árangri að verða bikarmeistarar, bæði karla og kvenna og framtíðin því bara nokkuð björt þar.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Jólin 2017

20.desember'17 | 20:42

Það hefur oft verið erfitt að vera trillukarl í desember, enda tíðin ansi oft rysjótt um það leytið (aðeins rólegri hjá mér þessa dagana hjá höfninni), en það hefur oft kostað mikil átök að láta enda ná saman um þetta leytið. Ég náði þeim merka áfanga í nóvember, að þá voru akkúrat 30 ár síðan ég keypti minn fyrsta bát og í byrjun þessarar viku voru einmitt nákvæmlega 30 ár síðan ég eignaðist frumburðinn. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundasumarið 2017

24.september'17 | 21:18

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið að venju. Mjög skrýtið lundasumar, en mikið af lunda kom hingað í vor en í júní og stærsta hluta júlí sást varla nokkur lundi í Eyjum. En að sjálfsögðu mætti lundinn tímanlega fyrir Þjóðhátíð og framhaldið þekkjum við 5000 bæjarpysjur komnar amk. enda þekkjum við það að ekki nenna allir að fara með í vigtun.