Höfundur: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.

Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Uppgjörið, fyrri hluti

11.nóvember'18 | 00:45

Mig minnir að það hafi verið í febrúar 2014, sem fulltrúi uppstillingarnefndar Eyjalistans leitaði fyrst til mín um að koma á lista fyrir kosningarnar það vor. Ég var svolítið efins framan af en ákvað síðan að slá til og taka 6. sæti listans. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Lundasumarið 2018

25.september'18 | 22:09

Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Sumarfrí 2018

3.september'18 | 22:35

Fór í sumarfrí 27. júlí og mætti aftur til vinnu 27. ágúst. Tók því nákvæmlega mánaðar frí, sem er sennilega lengsta frí sem ég hef tekið. Sumarfríið mitt byrjaði með ferð norður í perlu norðursins, Grímsey, en það er alltaf jafn gaman að koma þangað og þessi tilfinning sem ég fæ alltaf þegar ég er kominn um borð í Herjólf að nú sé ég í raun og veru kominn heim.