Höfundur: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.

Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Gleðilegt nýtt ár sjómenn

31.Ágúst'19 | 23:10

Nýtt fiskveiðiár hefst á miðnætti og því rétt að fara aðeins yfir stöðuna, en í grein minni fyrir sjómannadaginn útskýrði ég þá skoðun mína að hin mikla innspýting í lífríki sjávar, sem varð þegar ákveðið var að leyfa ekki loðnuveiðar, myndi að öllum líkindum leiða til annaðhvort verulegra aukninga á aflaheimildum á bolfiski eða hugsanlega góðrar loðnuvertíðar næst. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Sjómannadagurinn 2019

31.maí'19 | 22:57

Vertíðin í ár var frekar óvenjuleg og virtist byrja aðeins seinni heldur en vanalega, en eins og undan farin ár, gríðarleg veiði. Það stendur hins vegar ofarlega í huga mér eins og annarra Eyjamanna, vonbrigðin yfir því að ekki skyldi vera gefinn út neinn loðnukvóti og að sjálfsögðu finna allir í bæjarfélaginu fyrir því. 

Georg Eiður Arnarson skrifar:

Gleðilegt sumar

16.apríl'19 | 21:47

Lundinn settist upp 14. apríl í ár og þar með komið sumar hjá mér þó að veðrið sé nú ekki beint sumarlegt. Þetta er reyndar í fyrra lagi miðað við síðustu ár, en ég hef a.m.k. einu sinni séð hann setjast upp þann 13. en vonandi er þetta ávísun á gott sumar og eins og við heyrðum nýlega norður úr Grímsey, þá er lundinn líka farinn að koma fyrr þar ásamt því að þar er stöðug fjölgun á undanförnum árum og ef mið er tekið af pysjufjöldanum síðustu 4 árin, þá er stofninn greinilega á uppleið hérna líka.