Höfundur: Ásmundur Friðriksson.

 F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
      Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
      Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
      Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.

      Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
      Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.

      Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Ferðasjóður íþróttafélaga

14.mars'18 | 15:50

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er hugarfóstur Stefáns Jónassonar bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og það er ánægjulegt að Alþingi bætti verulega í ferðasjóðinn og vegna keppnisferða ársins 2017 fær íþróttafólk í Vestmannaeyjum um 1 milljón á mánuði eða  12.203.727 úthlutað fyrir árið 2017.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Auðlindagjald: Skattur eða greiðsla fyrir aðgang?

12.febrúar'18 | 10:17

Enn á ný sprettur upp umræða um veiðigjöld útgerðarinnar. Gildandi lög sem renna út við lok fiskveiðiársins eru stórgölluð og auðlindarentan sem lögin áttu að endurspegla birtast nú í ýktri mynd, þar sem hljóð og mynd hafa ekki farið saman. 

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Mikilvægar sveitarstjórnarkosningar að vori

11.febrúar'18 | 09:58

Þá má eiginlega segja að N 1 kosningaslagurinn sé í uppsiglingu svo tíðar hafa kosningar til Alþingis verið á síðustu árum. Þjóðin komin með kosningaleiða sem mikilvægt er að hún hristi af sér. Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögurra ára fresti sama á hverju gengur.